Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Bjarki Ármannsson skrifar 11. júní 2015 10:36 Áhrif verkfallsins á starfsemi Landspítalans eru mikil og alvarleg. Vísir/Vilhelm Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00
Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34