„Ég heiti Sigurbergur Elísson og er 23 ára gamall. Ég spila fótbolta með Keflavík og hef gert það frá því að ég byrjaði í fótbolta 4 ára gamall. Ég hef barist við þunglyndi og mikinn kvíða undafarin ár. Þetta er sagan mín."
Svona byrjar pistill Sigurbergs Elíssonar á vefsíðunni Fótbolta.net í dag, en þar fjallar Sigurbergur um að lífið í fótboltanum geti verið afar erfitt.
Í pistlinum rekur Sigurbergur sinn feril eftir að hann kom inná fimmtán ára gamall og varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild. Þar segir Sigurbergur frá hvernig erfið meiðsli brutu hann niður sem knattspyrnumann og einnig sem manneskju.
„Fyrir þetta tímabil var ég enn að glíma við þennan kvíða og þunglyndið sem fylgdi öllu þessu ferli, fyrir æfingar, fyrir leiki og jafnvel eftir leiki en það tók eiginlega enginn eftir því útaf grímunni sem ég var með á mér. Samt var það svo ástæðulaust en þetta gerðist samt sem áður."
„Kvíðinn sem ég fékk var oft svo svakalega mikill að ég hreinlega ældi, ég hugsaði um öll þau mistök sem ég gæti mögulega gert í leiknum, hvað ef og hvað ef? Það var ekki fyrr en Þorkell Máni Pétursson kom inn í þjálfarateymið að ég fór að lagast. Hann kenndi mér að lífið er ekki bara fótbolti, það er svo margt annað sem er mikilvægara. Máni Péturs og Kristján Guðmunds eiga stóran þátt í mínum bataferli og verð ég þeim ævinlega þakklátur."
Allan pistilinn má lesa á vef Fótbolta.net.
Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti

Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti

Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn
