Hiti á landinu verður víða 10 til 22 stig, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Hlýjast verður á suðvesturhluta landsins en við austurströndina verða um fimm til tíu stig. Bjartviðri er spáð V- og NV- lands, en dálítilli rigningu eða súld á Austurlandi og Suðurlandi.
Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður austlæg átt ríkjandi í dag. 8-15 metrar á sekúndu, en 15 til 20 syðst og með SA-ströndinni. Draga mun úr vindi í kvöld og í nótt.
Á SA verður landinu er þó varað við hvassri norðanátt og hviðum sem fari jafnvel yfir 30 m/s. Þar sé akstur með aftanívagna varhugaverður sem og akstur á bílum sem taki á sig mikinn vind.
Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Allt að 22 stiga hiti í dag
Samúel Karl Ólason skrifar
