Valdfíknin það allra öflugasta Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 28. júní 2015 12:00 Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“ Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira