Það hefur verið sannkölluð rjómablíða á landinu í dag og var gert ráð fyrir að hiti myndi ná allt að 22 stigum í uppsveitum Borgarfjarðar, Í Húnavatnssýslu og Eyjafirði. Samkvæmt veðurathugunum á vef Veðurstofu Íslands hefur hiti farið hæst í 21 gráðu á Akureyri klukkan eitt í dag.
Á Húsavík náði hitinn 19 gráðum klukkan ellefu í morgun og hefur haldist stöðugur fram eftir degi.
Á Hveravöllum náði hitinn 16 stigum en það er sami hiti og var í Reykjavík klukkan eitt í dag.
Í Bolungarvík og Patreksfirði hefur hiti náð fjórtán gráðum það sem af er degi.
Hlýjast á Akureyri það sem af er degi
Birgir Olgeirsson skrifar
