Samkeppni sparisjóðanna ekki mikil í stóra samhenginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 14:22 Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson. vísir/vilhelm Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki. Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki.
Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45
Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51
Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00
Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30