Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kanónur ræða sjávar­út­veginn í Hörpu

Boði Logason skrifar
Guðmundur Kristjánsson, fostjóri Brims og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður á meðal viðmælenda í þættinum.
Guðmundur Kristjánsson, fostjóri Brims og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður á meðal viðmælenda í þættinum. Vísir/Einar

Sjávarútvegsráðstefnan 2025 fer fram í Hörpu dagana 6.-7. nóvember en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“

Ráðstefnan hófst klukkan 10 í morgun og lýkur síðdegis á morgun, föstudag klukkan 15:15.

Í ár verður boðið upp á nýjung á Sjávarútvegsráðstefnunni þar sem lifandi hlaðvarp í beinu streymi verður í gangi á meðan henni stendur. Rætt verður við áhugavert fólk sem tengist sjávarútvegi og fólki í afleiddum greinum auk stjórnmálamanna og annarra.

Tómas Þór Þórðarson stýrir hlaðvarpinu en meðal gesta í dag, fimmtudag, verða Heiðar Guðjónsson, fjárfestir, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og fyrirlesari, Birna Einarsdóttir frá Iceland Seafood og fleiri.

Dagskráin verður á milli 12 og 16 í dag og 9 og 13 á morgun. Fylgjast má með streyminu að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×