5 leiðir til að bjarga sambandinu sigga dögg skrifar 25. júní 2015 11:00 Visir/Getty Sambönd geta verið hellings vinna og það þarf að passa upp á þau ef fólkið sem er í þeim á að líða vel og vera gott hvort við annað. Það rann upp fyrir einni konu ljós þegar hún horfði á eftir manninum sínum ganga útum dyrnar. Til að láta þetta samband ganga upp þá þyrftu þau að breyta nokkrum hlutum. Þessar breytingar virkuðu vel fyrir þau og þær gætu gert það líka fyrir þig.Fimm breytingar sem geta bjargað sambandinu1. Útilokaðu vini sem eru á móti sambandinu Vinir sem í sífellu tala illa um makann skaða sambandið þitt og þar með fjölskylduna þína. Ef sambandið er í grunninn gott, og ofbeldislaust, og ykkur langar að bjarga því þá geta svona vinir eitrað útfrá sér. Sama gildir um vini sem eru fráskildir og líkja sínu sambandi við ykkar. Þú þekkir þitt samband og ef viðkomandi vinur getur ekki haldið sér saman þá er spurning um að takmarka samskiptin.2. Hættið að keppast um hvort starfið sé erfiðara: að vera heima með börnin eða vinna úti Bæði störfin eru erfið og það vinnur enginn þetta rifrildi. Reynið frekar að deila álaginu og heimilisverkunum og tjá ykkur um hvernig upplifið álagið frekar en að fara í keppni um hverjum líði verr.3. Stundið sameiginlegar frístundir, meiri tími saman og minni í sundur Það er gott fyrir pör að rækta einstaklinginn en það er einnig mikilvægt að eiga sér tómstundir sem þið njótið saman, þó það sé á kostnað tíma í einrúmi4. Segið fallega hluti við hvort annað Það er gott að miða við að hlutfall fallegra orða og samskipta séu einn á móti fimm, það er, ein slæm samskipti eru vegin upp af fimm jákvæðum. Hrósaðu og segðu fallega hluti eins og að viðkomandi líti vel út eða þakkaðu fyrir vel unnin störf eða sýnda tillitssemi.5. Haldið upp á áfanga Hvort sem þeir eru litlir eða stórir þá er mikilvægt fyrir pör að skemmta sér saman og halda upp á áfangana. Þau pör sem passa upp á þetta eiga betra og traustara samband. Heilsa Tengdar fréttir Hvað einkennir góð sambönd? Það er búið að kortleggja fimm hluti sem einkenna góð sambönd og þau sem uppfylla þennan lista eru síður líklegri til að skilja. 30. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sambönd geta verið hellings vinna og það þarf að passa upp á þau ef fólkið sem er í þeim á að líða vel og vera gott hvort við annað. Það rann upp fyrir einni konu ljós þegar hún horfði á eftir manninum sínum ganga útum dyrnar. Til að láta þetta samband ganga upp þá þyrftu þau að breyta nokkrum hlutum. Þessar breytingar virkuðu vel fyrir þau og þær gætu gert það líka fyrir þig.Fimm breytingar sem geta bjargað sambandinu1. Útilokaðu vini sem eru á móti sambandinu Vinir sem í sífellu tala illa um makann skaða sambandið þitt og þar með fjölskylduna þína. Ef sambandið er í grunninn gott, og ofbeldislaust, og ykkur langar að bjarga því þá geta svona vinir eitrað útfrá sér. Sama gildir um vini sem eru fráskildir og líkja sínu sambandi við ykkar. Þú þekkir þitt samband og ef viðkomandi vinur getur ekki haldið sér saman þá er spurning um að takmarka samskiptin.2. Hættið að keppast um hvort starfið sé erfiðara: að vera heima með börnin eða vinna úti Bæði störfin eru erfið og það vinnur enginn þetta rifrildi. Reynið frekar að deila álaginu og heimilisverkunum og tjá ykkur um hvernig upplifið álagið frekar en að fara í keppni um hverjum líði verr.3. Stundið sameiginlegar frístundir, meiri tími saman og minni í sundur Það er gott fyrir pör að rækta einstaklinginn en það er einnig mikilvægt að eiga sér tómstundir sem þið njótið saman, þó það sé á kostnað tíma í einrúmi4. Segið fallega hluti við hvort annað Það er gott að miða við að hlutfall fallegra orða og samskipta séu einn á móti fimm, það er, ein slæm samskipti eru vegin upp af fimm jákvæðum. Hrósaðu og segðu fallega hluti eins og að viðkomandi líti vel út eða þakkaðu fyrir vel unnin störf eða sýnda tillitssemi.5. Haldið upp á áfanga Hvort sem þeir eru litlir eða stórir þá er mikilvægt fyrir pör að skemmta sér saman og halda upp á áfangana. Þau pör sem passa upp á þetta eiga betra og traustara samband.
Heilsa Tengdar fréttir Hvað einkennir góð sambönd? Það er búið að kortleggja fimm hluti sem einkenna góð sambönd og þau sem uppfylla þennan lista eru síður líklegri til að skilja. 30. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hvað einkennir góð sambönd? Það er búið að kortleggja fimm hluti sem einkenna góð sambönd og þau sem uppfylla þennan lista eru síður líklegri til að skilja. 30. ágúst 2014 14:00