Óljós staða í deilum Rafiðnaðarsambandsins og SA Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2015 21:56 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var staddur í árlegri útilegu sambandsins á Apavatni þegar Vísir náði tali af honum. vísir/GVA Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00
Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09
„SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent