Jordan hættur við að fara til Dallas | Verður áfram hjá Clippers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 12:04 Jordan verður áfram í Los Angeles eftir allt saman. vísir/getty Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015 NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í NBA-deildinni eins og kom í ljós í nótt þegar miðherjinn DeAndre Jordan ákvað að halda kyrru fyrir hjá Los Angeles Clippers eftir að hafa gert munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks um að leika með liðinu næstu fjögur árin. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum og Dallas-menn sitja því eftir með sárt ennið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla gerðu þjálfari Clippers, Doc Rivers, eigandi liðsins, Steve Balmer og fjórir leikmenn; Chris Paul, Blake Griffin, JJ Redick og Paul Pierce sér ferð til Houston þar sem Jordan býr og fengu hann til að framlengja samning sinn við Clippers. Þeir héldu miðherjanum nánast í gíslingu í hans eigin húsi fram eftir miðnætti en fram að því mátti ekki ganga formlega frá samningum í NBA. Samkvæmt því sem blaðamaðurinn Adrian Wojnarowski segir á Twitter-síðu sinni þurftu Clippers-menn ekki langan tíma til að sannfæra Jordan um að halda kyrru fyrir í borg englanna þar sem hann hefur leikið allan sinn feril í NBA. Marc Stein, sem skrifar fyrir ESPN, segir á Twitter að Jordan hafi samþykkt fjögurra ára samning við Clippers að verðmæti 88 milljóna dollara. Clippers heldur því sama leikmannakjarna og síðustu ár, með þá Paul, Griffin og Jordan í broddi fylkingar. Þá hafa Pierce og Lance Stephenson bæst í hópinn í sumar og því verður að teljast líklegt að Clippers verði áfram í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði 4-3 fyrir Houston Rockets.Yahoo Source: Clippers, DeAndre Jordan meeting was short. It was clear he was returning to them. Then they started to play cards.— Adrian Wojnarowski (@WojYahooNBA) July 9, 2015 I've heard same as @sam_amick, who just tweeted DeAndre Jordan, in the end, is opting for a four-year deal as opposed to full five-year max— Marc Stein (@ESPNSteinLine) July 9, 2015
NBA Tengdar fréttir Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Jordan spilar með Dallas Mavericks næsta vetur DeAndre Jordan hefur ákveðið að yfirgefa Los Angeles Clippers og ætlar miðherjinn öflugi að semja við Dallas Mavericks. 3. júlí 2015 22:49