Þórsarar halda áfram að safna liði fyrir átökin í 1. deild karla í körfubolta í vetur.
Benedikt Guðmundsson tók við Þórsliðinu í vor og hefur síðan þá verið duglegur að fá leikmenn norður. Þórsarar voru búnir að semja við Ragnar Helga Friðriksson, Danero Thomas, Sindra Davíðsson og Þröst Leó Jóhannsson og nú hafa tveir leikmenn til viðbótar bæst í hópinn; Drew Lehman og Bjarni Lárusson.
Lehman, sem er Bandaríkjamaður, útskrifaðist úr Ferris State háskólanum í Michigan í vor. Hann var með 19,1 stig að meðaltali í leik á lokaári sínu með Ferris State.
Benedikt hafði þetta um Lehman að segja í samtali við heimasíðu Þórs:
„Þetta er langt frá því að vera flottasti prófíll sem ég hef samið við en ég hef trú á þessum strák og trúi að hann sé betri en prófíllinn segir til um. Þetta er duglegur strákur sem spilar skotbakvörð og er príma skytta. Þá er hann góður sendingamaður og sá liðsmaður sem ég tel henta okkur best akkúrat á þessum tímapunkti.“
Bjarni Lárusson er Hvergerðingur og hefur leikið með Hamri allan sinn feril. Hann var með 5,7 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leik í fyrra.
Þórsarar fengu aðeins tvö stig í 1. deildinni í fyrra en það verður að teljast líklegt að breyting verði þar á í vetur.
Þórsarar bæta enn við sig

Tengdar fréttir

Benedikt: Stefni með liðið upp um deild næsta vetur
Benedikt Guðmundsson hætti hjá Þór en tók við Þór. Núna þjálfar hann Þórsara á Akureyri.

Benedikt gerði þriggja ára samning við Þór á Akureyri
Benedikt Guðmundsson er búinn að skrifa undir samning við 1. deildarlið Þórs frá Akureyri.

Enn styrkja Þórsarar sig
Sömdu við Danero Thomas og Fanneyju Lind Guðmundsdóttur.

Þór heldur áfram að safna leikmönnum
Ragnar Helgi Friðriksson er genginn í raðir Þór Akureyri í fyrstu deild karla, en hann kemur á venslasamning frá Njarðvík til Þór.

Þröstur Leó tekur slaginn með Þór í 1. deildinni
Körfuboltamaðurinn Þröstur Leó Gunnarsson er genginn í raðir Þórs á Akureyri og mun leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili.