Taktu þátt í hindrunarhlaupi Rikka skrifar 6. júlí 2015 14:30 visir/jakobinaj Fjöldinn allur af hlaupakeppnum er í boði núna í sumar og liggur munurinn á milli þeirra aðallega í lengd og staðsetningu. Á miðvikudaginn kemur verður boðið upp á þessa nýbreytni en þá mund Crossfit Reykjavíkur standa fyrir 5 kílómetra hindrunarhlaup í Nauthólsvíkinni. Fjölbreyttar hindranir verða dreifðar víðsvegar um brautina og má þar til dæmis nefna klifurvegg og dekkjahlaup auk þess sem þátttakendur mega einnig búast við því að blotna alveg upp að mitti. Aðrar hindranir eru hernaðarleyndarmál að sögn aðstandenda og því líklegt að það verði mikið fjör í hlaupinu. „Flestir ættu að geta klárað þrautina skammlaust en ef einhver treystir sér ekki til þess þá verður alls staðar hægt að fara framhjá hindrunum,” segir Jakobína Jónsdóttir, ein af skipuleggjendum keppninar. Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppnum en sú síðarnefnda gengur þannig fyrir sig að hægt er að skrá eins marga til leiks en þeir fjórir úr liðinu sem fyrstir eru í mark telja. „ Svona hindrunarhlaup eru svo vinsæl um allan heim svo við ákváðum að skipuleggja eitt slíkt hér á landi. Eitt svona fyrst og fremst skemmtilegt hlaup þar sem allir geta tekið þátt og haft gaman,” segir Jakobína. Allur ágóðinn af þátttökugjaldi fer til styrktar Team Crossfit sem safna sér nú fyrir keppnisferð á Crossfit leikana í Los Angeles núna í sumar. Allar frekari upplýsingar um hlaupið og miðakaup er að finna á vefsíðu Crossfit Reykjavíkur. Heilsa Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist
Fjöldinn allur af hlaupakeppnum er í boði núna í sumar og liggur munurinn á milli þeirra aðallega í lengd og staðsetningu. Á miðvikudaginn kemur verður boðið upp á þessa nýbreytni en þá mund Crossfit Reykjavíkur standa fyrir 5 kílómetra hindrunarhlaup í Nauthólsvíkinni. Fjölbreyttar hindranir verða dreifðar víðsvegar um brautina og má þar til dæmis nefna klifurvegg og dekkjahlaup auk þess sem þátttakendur mega einnig búast við því að blotna alveg upp að mitti. Aðrar hindranir eru hernaðarleyndarmál að sögn aðstandenda og því líklegt að það verði mikið fjör í hlaupinu. „Flestir ættu að geta klárað þrautina skammlaust en ef einhver treystir sér ekki til þess þá verður alls staðar hægt að fara framhjá hindrunum,” segir Jakobína Jónsdóttir, ein af skipuleggjendum keppninar. Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppnum en sú síðarnefnda gengur þannig fyrir sig að hægt er að skrá eins marga til leiks en þeir fjórir úr liðinu sem fyrstir eru í mark telja. „ Svona hindrunarhlaup eru svo vinsæl um allan heim svo við ákváðum að skipuleggja eitt slíkt hér á landi. Eitt svona fyrst og fremst skemmtilegt hlaup þar sem allir geta tekið þátt og haft gaman,” segir Jakobína. Allur ágóðinn af þátttökugjaldi fer til styrktar Team Crossfit sem safna sér nú fyrir keppnisferð á Crossfit leikana í Los Angeles núna í sumar. Allar frekari upplýsingar um hlaupið og miðakaup er að finna á vefsíðu Crossfit Reykjavíkur.
Heilsa Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist