"Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2015 23:38 Grískir nei-liðar hafa fagnað í kvöld. Vísir/EPA Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar. Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar.
Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00
Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent