Aldridge, sem er 29 ára gamall, hefur spilað með Portland Trail Blazers frá árinu 2006, en söðlar nú um og spilar með San Antonio Spurs á næstu leiktíð.
Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í stjörnuliðið í NBA körfuboltanum, en hann var á dögunum valinn íþróttamaður ársins í Oregon fylki af Nike.
Samningurinn sem Aldridge gerir er fjögurra ára, en hann er talinn fá 80 milljónir punda fyrir samninginn. Hann var að meðaltali með 23,4 stig að meðaltali á síðustu leiktíð, tók rúm tíu fráköst og gaf 1,7 stoðsendingu að meðaltali.
Spurs lenti í þriðja sæti suð-vesturdeildarinnar, en þeir unnu 55 leiki og töpuðu 27 eða voru með 67,1% sigurhlutfall.
I'm happy to say I'm going home to Texas and will be a Spur!! I'm excited to join the team and be close to my family and friends.
— Lamarcus Aldridge (@aldridge_12) July 4, 2015