Hammon var aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs á síðasta tímabil og var þá ekki bara fyrsta konan sem fær fast starf sem aðstoðarþjálfari í NBA-deildinni heldur einnig sú fyrsta sem fær fastráðningu í fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum. .
Natalie Nakase var aðstoðarþjálfari hjá Los Angeles Clippers í sumardeildinni en Hammon er sú fyrsta til að stýra heilu þjálfarateymi. Gregg Popovich hefur mikla trú á henni og sýnir það með því að gefa henni þetta tækifæri.
Becky Hammon er 38 ára gömul og lagði sjálf skóna á hilluna eftir flottan feril með WNBA-liðunum San Antonio Stars og New York Liberty.
Becky Hammon mun stýra liði San Antonio Spurs í sumardeildinni í Utah sem fer fram frá 6. til 9. júlí en enginn af stórstjörnum Spurs-liðsins verður þó með liðinu.
