Enn ein mótmælin boðuð á Austurvelli: „Almenningur er að vakna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 11:41 Sara Oskarsson er einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem staðið hefur fyrir fjölmörgum mótmælum á Austurvelli í vetur. vísir/stefán Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur. Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58
Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15
Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00