„Hefur Jürgen Klopp fundið sér nýtt félag? Á Íslandi?“ segir í frétt sem birtist á heimasíðu þýska dagblaðsins Bild.
Bild slær því upp að Klopp og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, séu nauðalíkir en það hafa knattspyrnuáhugamenn á Íslandi lengi vitað.
Rúnar Páll var að stýra sínum mönnum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og var spurður út í líkindi sín við Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Þar játti hann því að það væri líkindi með honum og Klopp.
„Sigmundsson er með skegg, gleraugu og sömu hárgreiðslu. Það er ekki hægt að líkjast Klopp meira,“ sagði í fréttinni.
Bild: Er Jürgen Klopp að þjálfa á Íslandi?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



