Tónlist

Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pharrell Williams og Robin Thicke ásamt leikkonu í afar umdeildu myndbandi við lagið Blurred Lines.
Pharrell Williams og Robin Thicke ásamt leikkonu í afar umdeildu myndbandi við lagið Blurred Lines.
Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala.

Málið snýst um lagið Blurred Lines en fjölskyla Gaye taldi hluta lagsins um og of líkjast laginu Got to Give It Up. Upphæðin sem þeir voru dæmdir til að greiða í mars síðastliðnum vegna stuldsins var 7,4 milljónir dala en eru nú 5,3 milljónir dala. Dómarinn taldi fyrri upphæðina ekki studda nægilegum sönnunargögnum.

Sjálfar skaðabæturnar voru lækkaðar úr 4 milljónum dala í tæpar 3,2 milljónir. Þá hafði Pharrell verið dæmdur til að greiða 1,6 milljónir dala af hagnaði sínum en sú upphæði var lækkuð í 358.000 dali.

 

Dómarinn féllst þó á kröfu fjölskyldu Gaye um að þau fái helming af þeim tekjum sem koma inn vegna lagsins í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Réttarhöld vegna Blurred Lines

Robin Thicke og Pharrell Williams eru sakaðir um að hafa stolið laglínum úr laginu Got to Give It Up með Marvin Gaye.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×