Svona er spákortið fyrir sunnudaginn Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2015 15:00 Það verður ekki beint sumarlegt á sunnudag ef spáin rætist. Vísir/vedur.is Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri. Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“