Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 07:09 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja. Vísir/AFP Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu. Grikkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu.
Grikkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira