Þungi sögunnar hvílir á Þýskalandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 13:04 Angela Merkel, kanslari Þýskalands Vísir/Epa Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín. Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín.
Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57
Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34