Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2015 20:23 Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“ Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00
Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57