Erlent

Sprenging við ítalska sendiráðið í Kaíró

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Að minnsta kosti einn lést og fjórir særðust þegar sprengja sprakk við ítalska sendiráðið í Kaíró í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en sendirráðið var lokað þegar sprengjan sprakk og engan starfsmann þess sakaði.

Talið er líklegt að hryðjuverkasamtökin ISIS standi að baki árásinni en í síðasta mánuði gerðu þeir meðal annars á áras á lögreglustöð í borginni þar sem þrír féllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×