Þessi gæti farið á 1,5 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 15:25 Ferrari 250 GT Berlinetta Competizione, árgerð 1956 Á hverju ári fara nokkrir afar athygliverðir og gamlir Ferrari bílar á uppboð og er þá oftast boðið vel í, enda eru margir af allra dýrustu eldri bílum heims af Ferrari gerð. Þessi Ferrari 250 GT Berlinetta Competizione af árgerð 1956 gæti orðið einn þeirra en hann verður boðinn upp á uppboðinu í Monterey í ágúst næstkomandi. Búist er við því að hann fari á að minnsta kosti 11 milljónir dollara, eða um 1,5 milljarð króna. Aðeins voru smíðuð 14 eintök af þessum bíl og þeir allir afar verðmætir. Þessi tiltekni bíll keppti í frönsku aksturskeppninni Tour de France, sem reyndar er nú þekktara nafn fyrir hjólreiðakeppni. Þar vann hann fjórum sinnum og þessi bíll var einnig sigursæll í öðrum aksturskeppnum og ávallt ekið af eiganda sínum þá, Marquis Alfonso de Portago, spænskum hefðarmanni. Marquis lét lífið í þessum bíl, í keppni ásamt aðstoðarökumanni sínum. Bíllinn var gerður upp eftir slysið og hefur átt nokkra eigendur síðan, en hefur ekki skipt um eiganda síðastliðin 23 ár. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent
Á hverju ári fara nokkrir afar athygliverðir og gamlir Ferrari bílar á uppboð og er þá oftast boðið vel í, enda eru margir af allra dýrustu eldri bílum heims af Ferrari gerð. Þessi Ferrari 250 GT Berlinetta Competizione af árgerð 1956 gæti orðið einn þeirra en hann verður boðinn upp á uppboðinu í Monterey í ágúst næstkomandi. Búist er við því að hann fari á að minnsta kosti 11 milljónir dollara, eða um 1,5 milljarð króna. Aðeins voru smíðuð 14 eintök af þessum bíl og þeir allir afar verðmætir. Þessi tiltekni bíll keppti í frönsku aksturskeppninni Tour de France, sem reyndar er nú þekktara nafn fyrir hjólreiðakeppni. Þar vann hann fjórum sinnum og þessi bíll var einnig sigursæll í öðrum aksturskeppnum og ávallt ekið af eiganda sínum þá, Marquis Alfonso de Portago, spænskum hefðarmanni. Marquis lét lífið í þessum bíl, í keppni ásamt aðstoðarökumanni sínum. Bíllinn var gerður upp eftir slysið og hefur átt nokkra eigendur síðan, en hefur ekki skipt um eiganda síðastliðin 23 ár.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent