Peugeot-Citroën hagnast eftir 4 ára tap Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 11:06 Peugeot 308. Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent
Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent