Ferðamenn rifu upp mikið af mosa á Þingvöllum til að einangra tjöld sín betur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júlí 2015 14:43 Ferðamennirnir skildu eftir sig mörg opin sár í mosanum þar sem þeir vildu einangra tjöld sín betur með gróðrinum. mynd/landverðir á þingvöllum Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira