Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2015 11:45 Komið hefur til átaka milli mótmælenda og tyrknesku lögreglunnar vegna fjöldahandtöku yfirvalda. Vísir/AFP Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23
Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00