Daníel og Ásta unnu Skagafjarðarrallið Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2015 10:35 Daníel og Ásta Sigurðarbörn á fullri ferð í Skagafjarðarrallinu. Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent