Philippe Mexes skoraði eina markið þegar grannarnir í AC Milan og Inter mættust á alþjóðlega knattspyrnumótinu sem haldið er í þremur heimsálfum um þessar mundir.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en sigurmarkið var hins vegar stórglæsilegt. Það skoraði varnarmaðurinn Philippe Mexes á 62. mínútu með þrumufleyg.
Antonio Nocerino lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar tvær mínútur voru eftir og léku því AC menn einum færri síðustu mínúturnar, en það kom ekki að sök og lokatölur 1-0.
AC Milan og Inter eru í riðli með Real Madrid sem sat hjá í fyrstu umferðinni, en Inter og Real mætast á mánudaginn í hádeginu.
Sjáðu stórglæsilegt sigurmark Mexes
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti