Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2015 10:30 Úr þjóðgarðinum Snæfellsjökli. vísir/pjetur (u.v) og myndir/guðbjörg „Sumarið hefur gengið mjög vel hingað til,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Veðrið hefur verið mjög gott sem hjálpar og hingað hefur komið margt fólk í sumar.“ Þjóðgarðurinn markast af svæði milli Hellissands og Gufuskála og liggur í kringum jökulinn allan. Að sunnan er hann markaður af Háahrauni. Ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á ferðir upp á jökul, þá bæði á troðurum og gönguferðir. Hægt er að fara í hellaferðir í Vatnshelli og í nágrenninu er fjölbreytt úrval afþreyingar. Sex landverðir vinna hjá þjóðgarðinum en þrír til fjórir þeirra eru við störf hverju sinni. Á þessu ári eru þeir við störf frá því í byrjun maí og út október en tímabilið hefur verið styttra hingað til. Aukafjárveiting gerir kleift að lengja tímabil þeirra. Að auki hafa tíu sjálfboðaliðar komið að starfinu en þeir unnu meðal annars að því að leggja stíga og uppbyggingu ýmissa innviða.Víða er lagfæringar þörf í þjóðgarðinum.mynd/guðbjörgAlltaf hægt að finna not fyrir meira fé „Það eru ýmis vandamál sem fylgja fleira fólki og breyttum ferðavenjum. Ekki er leyfilegt að gista innan þjóðgarðsins en margir hafa tekið upp á því að gista í bílum sínum á bílastæðum og ganga örna sinna út í móa. Við eltum klósettpappír út um allt í þjóðgarðinum. Þegar við spyrjum þá út í þetta hafa sumir svarað því að þeim sé sagt að þeir megi gista hvar sem er í eina nótt, landið sé markaðsett svona.“ Eins og á svo mörgum stöðum var þjóðgarðurinn ekki fullkomlega í stakk búinn til að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna sem heimsótt hefur landið undanfarin ár. Salernisaðstöðu á staðnum sé til að mynda ábótavant. „Við höfum fengið aukið fé að undanförnu og getum því haft landverði hér fleiri mánuði ársins en áður og byggt upp göngustíga og palla,“ segir Guðbjörg en bætir við að meira verði að koma til. „Hér eru öll bílastæði sprungin og klósettin á Djúpalandssandi þarfnast endurbóta. Það væri líka frábært að geta boðið upp landvörslu enn lengur. Það er ekki vandamál að finna not fyrir peninginn hérna. “Fóru á rangan Þingvöll „Við erum reglulega spurð að því hvar sé hægt að finna lunda hér á svæðinu,“ segir Guðbjörg aðspurð um hvort hún muni eftir einhverju sérlega skemmtilegu sem á daga hennar hefur drifið í starfinu. „Lundana er erfitt að finna en það var mjög skondið þegar einn spurði hvort og þá hvar hann gæti fundið mörgæsir á svæðinu. Hann varð nokkuð vandræðalegur þegar hann áttaði sig á því að þær væri hvergi að finna á norðurhveli Jarðar.“ Hún minnist þess einnig þegar hingað komu ferðalangar fyrir nokkrum árum sem voru nýkomnir úr Reykjavík. Þeir höfðu ekið í þjóðgarðinn eftir leiðbeiningum GPS tækis en voru hálf villtir. „Þá kom í ljós að þeir voru staddir í vitlausum þjóðgarði. Þeir höfðu ætlað sér á Þingvelli og þeir höfðu að vísu farið á Þingvelli en það voru Þingvellir í Helgafellssveit! Það borgar sig ekki alltaf að treysta tækninni í blindni,“ segir hún og hlær. Landverðir þjóðgarðsins sjá einnig um friðlöndin að Arnarstapa, Hellnum og í Búðarhrauni. Guðbjörg segir að flestir ferðamenn séu jákvæðir og að það sé gaman að vinna með þeim og fyrir þá. „Þeir gefa svo mikið til baka. Þeim finnst landið svo fallegt, margt nýtt að sjá og eru forvitnir um lífið hér, það er gaman að ræða við þá. Nú rétt í þessu voru Svisslendingar að hrósa okkur fyrir hvað salernin væru hrein og gáfu okkur súkkulaði frá heimalandinu. Það er frábært að vinna við landvörslu.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
„Sumarið hefur gengið mjög vel hingað til,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Veðrið hefur verið mjög gott sem hjálpar og hingað hefur komið margt fólk í sumar.“ Þjóðgarðurinn markast af svæði milli Hellissands og Gufuskála og liggur í kringum jökulinn allan. Að sunnan er hann markaður af Háahrauni. Ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á ferðir upp á jökul, þá bæði á troðurum og gönguferðir. Hægt er að fara í hellaferðir í Vatnshelli og í nágrenninu er fjölbreytt úrval afþreyingar. Sex landverðir vinna hjá þjóðgarðinum en þrír til fjórir þeirra eru við störf hverju sinni. Á þessu ári eru þeir við störf frá því í byrjun maí og út október en tímabilið hefur verið styttra hingað til. Aukafjárveiting gerir kleift að lengja tímabil þeirra. Að auki hafa tíu sjálfboðaliðar komið að starfinu en þeir unnu meðal annars að því að leggja stíga og uppbyggingu ýmissa innviða.Víða er lagfæringar þörf í þjóðgarðinum.mynd/guðbjörgAlltaf hægt að finna not fyrir meira fé „Það eru ýmis vandamál sem fylgja fleira fólki og breyttum ferðavenjum. Ekki er leyfilegt að gista innan þjóðgarðsins en margir hafa tekið upp á því að gista í bílum sínum á bílastæðum og ganga örna sinna út í móa. Við eltum klósettpappír út um allt í þjóðgarðinum. Þegar við spyrjum þá út í þetta hafa sumir svarað því að þeim sé sagt að þeir megi gista hvar sem er í eina nótt, landið sé markaðsett svona.“ Eins og á svo mörgum stöðum var þjóðgarðurinn ekki fullkomlega í stakk búinn til að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna sem heimsótt hefur landið undanfarin ár. Salernisaðstöðu á staðnum sé til að mynda ábótavant. „Við höfum fengið aukið fé að undanförnu og getum því haft landverði hér fleiri mánuði ársins en áður og byggt upp göngustíga og palla,“ segir Guðbjörg en bætir við að meira verði að koma til. „Hér eru öll bílastæði sprungin og klósettin á Djúpalandssandi þarfnast endurbóta. Það væri líka frábært að geta boðið upp landvörslu enn lengur. Það er ekki vandamál að finna not fyrir peninginn hérna. “Fóru á rangan Þingvöll „Við erum reglulega spurð að því hvar sé hægt að finna lunda hér á svæðinu,“ segir Guðbjörg aðspurð um hvort hún muni eftir einhverju sérlega skemmtilegu sem á daga hennar hefur drifið í starfinu. „Lundana er erfitt að finna en það var mjög skondið þegar einn spurði hvort og þá hvar hann gæti fundið mörgæsir á svæðinu. Hann varð nokkuð vandræðalegur þegar hann áttaði sig á því að þær væri hvergi að finna á norðurhveli Jarðar.“ Hún minnist þess einnig þegar hingað komu ferðalangar fyrir nokkrum árum sem voru nýkomnir úr Reykjavík. Þeir höfðu ekið í þjóðgarðinn eftir leiðbeiningum GPS tækis en voru hálf villtir. „Þá kom í ljós að þeir voru staddir í vitlausum þjóðgarði. Þeir höfðu ætlað sér á Þingvelli og þeir höfðu að vísu farið á Þingvelli en það voru Þingvellir í Helgafellssveit! Það borgar sig ekki alltaf að treysta tækninni í blindni,“ segir hún og hlær. Landverðir þjóðgarðsins sjá einnig um friðlöndin að Arnarstapa, Hellnum og í Búðarhrauni. Guðbjörg segir að flestir ferðamenn séu jákvæðir og að það sé gaman að vinna með þeim og fyrir þá. „Þeir gefa svo mikið til baka. Þeim finnst landið svo fallegt, margt nýtt að sjá og eru forvitnir um lífið hér, það er gaman að ræða við þá. Nú rétt í þessu voru Svisslendingar að hrósa okkur fyrir hvað salernin væru hrein og gáfu okkur súkkulaði frá heimalandinu. Það er frábært að vinna við landvörslu.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48
Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00