Rafmagnsbíll 1,779 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 16:42 Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent