Mikill hagnaður bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 16:00 Höfuðstöðvar General Motors. Nú streyma uppgjörin fyrir annan ársfjórðung frá bílaframleiðendum og í leiðinni góðar fréttir fyrir eigendur hlutabréfa í þeim. General Motors tilkynnti í gær um 149 milljarða hagnað, langt umfram það sem spáð var. Mercedes Benz greindi einnig frá risavöxnum 550 milljarða hagnaði í gær. Þrátt fyrir að hagnaður Hyundai og Kia hafi fallið um 32% á milli ára var hann samt 203 milljarðar króna á þessum öðrum fjórðungi ársins. Hjá General Motors myndaðist mestur hagnaður á heimavelli í Bandaríkjunum og á þar mikil eftirspurn eftir pallbílum og jeppum fyrirtækisins mestan þátt. GM hagnaðist einnig vel á sölu bíla í Kína þrátt fyrir að þar fari sala bíla hnygnandi og kom tæplega helmingur hagnaðarins þaðan. Í Evrópu er aðra sögu að segja, en þar var tap á sölu bíla GM eins og reyndar til æði margra ára. GM tókst þó að minnka tapið í Evrópu niður í 6 milljarða, en tapið í fyrra nam heilum 41 milljarði. Gerðist þetta þrátt fyrir bílasöluhrunið í Rússlandi. Það sem mestu máli skiptir fyrir GM í Evrópu er sala Opel og Vauxhall bíla og virðist hún því vera að braggast mjög. Salan í S-Ameríku skilaði einnig tapi og nam það 19 milljörðum króna, en var 11 milljarðar í fyrra. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent
Nú streyma uppgjörin fyrir annan ársfjórðung frá bílaframleiðendum og í leiðinni góðar fréttir fyrir eigendur hlutabréfa í þeim. General Motors tilkynnti í gær um 149 milljarða hagnað, langt umfram það sem spáð var. Mercedes Benz greindi einnig frá risavöxnum 550 milljarða hagnaði í gær. Þrátt fyrir að hagnaður Hyundai og Kia hafi fallið um 32% á milli ára var hann samt 203 milljarðar króna á þessum öðrum fjórðungi ársins. Hjá General Motors myndaðist mestur hagnaður á heimavelli í Bandaríkjunum og á þar mikil eftirspurn eftir pallbílum og jeppum fyrirtækisins mestan þátt. GM hagnaðist einnig vel á sölu bíla í Kína þrátt fyrir að þar fari sala bíla hnygnandi og kom tæplega helmingur hagnaðarins þaðan. Í Evrópu er aðra sögu að segja, en þar var tap á sölu bíla GM eins og reyndar til æði margra ára. GM tókst þó að minnka tapið í Evrópu niður í 6 milljarða, en tapið í fyrra nam heilum 41 milljarði. Gerðist þetta þrátt fyrir bílasöluhrunið í Rússlandi. Það sem mestu máli skiptir fyrir GM í Evrópu er sala Opel og Vauxhall bíla og virðist hún því vera að braggast mjög. Salan í S-Ameríku skilaði einnig tapi og nam það 19 milljörðum króna, en var 11 milljarðar í fyrra.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent