Jakob: Skiptir ekki öllu máli þó að ég hafi tekið mér frí eitt sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 14:00 Jakob Örn Sigurðarson einbeittur á æfingu liðsins í Ásgarði fyrr í vikunni. vísir/andri marinó Jakob Örn Sigugurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, var ekki með íslenska liðinu í fyrra þegar það vann sér inn sæti á EM 2015. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ sagði Jakob við Vísi um ákvörðun sína í byrjun júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Hann missti af einu mesta ævintýri íslenska landsliðsins þegar það vann Bretlands tvívegis og tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jakob sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári þegar hann tók þátt í Smáþjóðaleikunum. Það var aldrei spurning í hans huga um að vera með aftur. „Mig langaði alltaf að vera með og koma aftur inn í þetta. Mig hlakkaði bara til,“ sagði Jakob Örn við Vísi á fyrstu æfingu liðsins fyrr í vikunni.Jakob Örn var í silfurliði Íslands á Smáþjóðaleikunum.vísir/andri marinóMaður á að hugsa um þetta Jakob segir alla hafa sýnt fullan skilning á því að hann vildi taka sér stutt frí frá landsliðinu. „Það var fullur skilningur á því. Það er ekki eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma. Ég er búinn að vera í landsliðinu í tóf ár og frí eitt sumar ætti nú ekki að skipta öllu máli. Það hafa margir gert það,“ sagði Jakob.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Það er ekki eins og ég sé eitthvað nýr í þessu. Hér eru leikmenn sem ég hef spilað með í langan tíma og þekki vel.“ Skotbavörðurinn öflugi kveðst mjög spenntur fyrir þessu stóra verkefni landsliðsins, en liðið verður nú meira og minna saman í sex vikur fram að móti og spilar meðal annars á tveimur æfingamótum. „Það er rosalega gaman að hitta alla aftur. Maður er búinn að bíða eftir þessu síðan Smáþjóðaleikarnir enduðu, að byrja svona alvöru undirbúning,“ sagði Jakob. „Spennan eykst mikið með hverjum deginum. Því nær sem dregur hugsar maður meira um þetta. Það er líka bara gott. Maður á að hugsa um þetta því þetta er eitthvað sem maður fer í gegnum bara einu sinni á ferlinum,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Jakob Örn Sigugurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, var ekki með íslenska liðinu í fyrra þegar það vann sér inn sæti á EM 2015. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ sagði Jakob við Vísi um ákvörðun sína í byrjun júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Hann missti af einu mesta ævintýri íslenska landsliðsins þegar það vann Bretlands tvívegis og tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jakob sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári þegar hann tók þátt í Smáþjóðaleikunum. Það var aldrei spurning í hans huga um að vera með aftur. „Mig langaði alltaf að vera með og koma aftur inn í þetta. Mig hlakkaði bara til,“ sagði Jakob Örn við Vísi á fyrstu æfingu liðsins fyrr í vikunni.Jakob Örn var í silfurliði Íslands á Smáþjóðaleikunum.vísir/andri marinóMaður á að hugsa um þetta Jakob segir alla hafa sýnt fullan skilning á því að hann vildi taka sér stutt frí frá landsliðinu. „Það var fullur skilningur á því. Það er ekki eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma. Ég er búinn að vera í landsliðinu í tóf ár og frí eitt sumar ætti nú ekki að skipta öllu máli. Það hafa margir gert það,“ sagði Jakob.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Það er ekki eins og ég sé eitthvað nýr í þessu. Hér eru leikmenn sem ég hef spilað með í langan tíma og þekki vel.“ Skotbavörðurinn öflugi kveðst mjög spenntur fyrir þessu stóra verkefni landsliðsins, en liðið verður nú meira og minna saman í sex vikur fram að móti og spilar meðal annars á tveimur æfingamótum. „Það er rosalega gaman að hitta alla aftur. Maður er búinn að bíða eftir þessu síðan Smáþjóðaleikarnir enduðu, að byrja svona alvöru undirbúning,“ sagði Jakob. „Spennan eykst mikið með hverjum deginum. Því nær sem dregur hugsar maður meira um þetta. Það er líka bara gott. Maður á að hugsa um þetta því þetta er eitthvað sem maður fer í gegnum bara einu sinni á ferlinum,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum