Milljarða tekjur af skemmtiferðaskipum Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2015 19:00 Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira