Milljarða tekjur af skemmtiferðaskipum Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2015 19:00 Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira