Körfubolti

Cleveland Cavaliers bætir við sig gömlum ref

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Richard Jefferson í leik með Dallas í vor.
Richard Jefferson í leik með Dallas í vor. Vísir/Getty
Richard Jefferson er við það að ganga til liðs við meistaraefnin í Cleveland Cavaliers samkvæmt miðlum erlendis en þessi 35 árs gamli leikmaður mun skrifa undir eins árs samning.

Talið var nokkuð víst að hann myndi framlengja en hann var hann búinn að tilkynna forráðamönnum félagsins að hann myndi skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Honum snerist hinsvegar hugur, líkt og DeAndre Jordan a dögunum, er honum bauðst tækifæri hjá Cleveland og stökk hann á það.

Jefferson sem var valinn með 13. vali í nýliðavalinu árið 2001 lék fyrstu sjö tímabil sín í deildinni með New Jersey Nets og var einn af lykilleikmönnum liðsins er liðið komst tvö ár í röð í úrslit Austurdeildarinnar.

Er honum ætlað að auka við breiddina á varamannabekk Cleveland en liðið er þessa dagana að styrkja leikmannahóp sinn eftir að hafa tapað í úrslitum gegn Golden State Warriors. Lentu leikmenn Cleveland í töluverðum mótlætum í einvíginu og reyndist breiddin í leikmannahópnum að lokum einfaldlega ekki nóg þegar stjörnuleikmennirnir Kyrie Irving og Kevin Love voru meiddir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×