Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2015 22:03 Það er ekkert skyrtuveður við laxveiðiárnar núna. Mikið hvassviðri hefur verið víða á landinu síðustu tvo daga og hefur það gert veiðimönnum erfitt um vik. Það er ansi erfitt að kasta flugu í 20-25 metrum á sekúndu en þetta er það sem veiðimenn hafa verið að glíma við. Við þessar aðstæður er allt reynt. Þyngja línur, nota þyngri flugur og koma sér þannig fyrir að það sé hægt að kasta undan vindi. Þó það takist að kasta undan vindi grípur rokið og aldan á veiðistöðunum línu og flugu þannig að flugan veiðir staðinn illa. Sem betur fer er spáin á þann veg að það á að lægja undir miðja viku og í lok vikunnar á að verða hægviðri víðast hvar. Hitatölurnar eru þó ekki til að hrópa húrra fyrir en varla sést í tveggja stafa tölur norðanlands í langtímaspánni og hitatölurnar fyrir aðra landshluta, ef hitatölur má kalla, minna frekar á maí heldur en miðjan júlí. Af þrennu sem er í boði, gott veður, góð veiði og gott vatn, eru veiðimenn þó víðast í laxveiðiánum að fá tvennt af þessu, það er góð veiði og gott vatn. Á meðan staðan er þannig er um að gera að vera bara þakklátur fyrir að það sé alla vega nóg af laxi í ánum að kasta fyrir og þó það sé pínu erfitt er það bara meiri áskorun. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Mikið hvassviðri hefur verið víða á landinu síðustu tvo daga og hefur það gert veiðimönnum erfitt um vik. Það er ansi erfitt að kasta flugu í 20-25 metrum á sekúndu en þetta er það sem veiðimenn hafa verið að glíma við. Við þessar aðstæður er allt reynt. Þyngja línur, nota þyngri flugur og koma sér þannig fyrir að það sé hægt að kasta undan vindi. Þó það takist að kasta undan vindi grípur rokið og aldan á veiðistöðunum línu og flugu þannig að flugan veiðir staðinn illa. Sem betur fer er spáin á þann veg að það á að lægja undir miðja viku og í lok vikunnar á að verða hægviðri víðast hvar. Hitatölurnar eru þó ekki til að hrópa húrra fyrir en varla sést í tveggja stafa tölur norðanlands í langtímaspánni og hitatölurnar fyrir aðra landshluta, ef hitatölur má kalla, minna frekar á maí heldur en miðjan júlí. Af þrennu sem er í boði, gott veður, góð veiði og gott vatn, eru veiðimenn þó víðast í laxveiðiánum að fá tvennt af þessu, það er góð veiði og gott vatn. Á meðan staðan er þannig er um að gera að vera bara þakklátur fyrir að það sé alla vega nóg af laxi í ánum að kasta fyrir og þó það sé pínu erfitt er það bara meiri áskorun.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði