
Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði

Um nokkrar ákærur var að ræða sem reknar voru í sama máli en Kristján Markús var sakborningur í þeim öllum. Var hann meðal annars ákærður fyrir fimm ofbeldisbrot, þar af tvær frelsissviptingar, nokkra þjófnaði og umferðalagabrot. Saksóknari fór fram á fimm ára dóm.
Sjá einnig: Skeljagrandabróðir á yfir höfði sér þungan dóm fyrir „gróf og hrottafengin“ brot
Kristján, Ríkharð og Marteinn voru sakfelldir fyrir frelsissviptingu í Kópavogi í febrúar á síðasta ári. Þá komu þeir í sameiningu inn á heimili manns og réðust á hann með höggum og spörkum.
Þá var Kristjáni einnig gefið að sök, í félagi við tvo aðra, að hafa svipt nítján ára dreng frelsi sínu og haldið honum föngnum að heimili föðurs Kristjáns í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar gáfu þeir honum meðal annars rafstuð í kynfæri hans, stungið hann með sprautunál og neytt hann til að drekka smjörsýru. Annar drengjanna neitaði ávallt sök í málinu. Annar þeirra hlaut fjórtán mánaða dóm en þar af voru tólf þeirra skilorðsbundnir. Hinn hlaut níu mánuði skilorðsbundna til þriggja ára.
Tengdar fréttir

Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður
Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag.

Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá
Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður.

Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru”
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag.

Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum
Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað.

Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.