Spyker sameinast Volta Volare Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:55 Bílar Spyker hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun. Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent
Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent