Er Jenson Button á leið í Top Gear? Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 13:43 Jenson Button. Brátt er Formúlu 1 keppnistímabilið á enda og þá hefst svokallað „silly season“ eins og gárungarnir kalla það þar sem ökumenn fara á milli liða eins og fótboltamenn og það ekki fyrir neina smáaura. Nú þegar styttast fer í þetta tímabil gæti einn þekktur Formúlu 1 ökumaður hætt að aka fyrir sitt lið, en ekki fara til annars liðs, heldur í sjónavarpsþáttagerð. Sá þáttur er þó ekki af óþekktari gerðinni. Nú heyrast háværar raddir þess efnis að Jenson Button sé einmitt að íhuga að hætti akstri í Formúlu 1 og þiggja starf við gerð nýrra Top Gear þátta. Ef af því verður hittir hann fyrir Chris Evans sem nú þegar hefur verið ráðinn til Top Gear. Það mun Button ekki leiðast því þeir eru fyrir miklir vinir. Það er Daily Mail sem greinir frá þessu. Jenson Button ekur nú fyrir McLaren Honda liðið en hann varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 2009. Daily Mail segir að stutt sé í yfirlýsingu vegna þessa og það bendir til að samningar við Button séu komnir langt. Button er orðinn 35 ára, sem er með hæsta aldri Formúlu 1 ökumanna og ef til vill finnst honum nóg komið að akstri þar. Sem dæmi er einn ökumaður í Formúlu 1 meira en helmingi yngri en Button, þ.e. Max Verstappen, en hann er 17 ára og Daniil Kvyat er 21 árs. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent
Brátt er Formúlu 1 keppnistímabilið á enda og þá hefst svokallað „silly season“ eins og gárungarnir kalla það þar sem ökumenn fara á milli liða eins og fótboltamenn og það ekki fyrir neina smáaura. Nú þegar styttast fer í þetta tímabil gæti einn þekktur Formúlu 1 ökumaður hætt að aka fyrir sitt lið, en ekki fara til annars liðs, heldur í sjónavarpsþáttagerð. Sá þáttur er þó ekki af óþekktari gerðinni. Nú heyrast háværar raddir þess efnis að Jenson Button sé einmitt að íhuga að hætti akstri í Formúlu 1 og þiggja starf við gerð nýrra Top Gear þátta. Ef af því verður hittir hann fyrir Chris Evans sem nú þegar hefur verið ráðinn til Top Gear. Það mun Button ekki leiðast því þeir eru fyrir miklir vinir. Það er Daily Mail sem greinir frá þessu. Jenson Button ekur nú fyrir McLaren Honda liðið en hann varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 2009. Daily Mail segir að stutt sé í yfirlýsingu vegna þessa og það bendir til að samningar við Button séu komnir langt. Button er orðinn 35 ára, sem er með hæsta aldri Formúlu 1 ökumanna og ef til vill finnst honum nóg komið að akstri þar. Sem dæmi er einn ökumaður í Formúlu 1 meira en helmingi yngri en Button, þ.e. Max Verstappen, en hann er 17 ára og Daniil Kvyat er 21 árs.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent