Árið 2010 keypti Rússinn ríki Mikhail Prokhorov NBA-liðið New Jersey Nets. Hann er heimsþekktur piparsveinn og því vakti það mikla athygli að hann skildi lofa því að gifta sig ef liðið yrði ekki meistari á fimm árum.
Nú eru fimm ár liðin og eins og flestir ættu að vita þá hefur Nets ekki tekist að vinna NBA-deildina. Það var því beðið eftir því að Prokhorov stæði við stóru orðin.
Hann ætlar ekki að gera það. Það kemur ekki til greina og hann segir að yfirmaður NBA-deildarinnar, Adam Silver, hafi staðið við loforðið fyrir hann.
Silver gifti sig í maí og í huga Prokhorov er það nóg. Rússinn þakkaði honum fyrir að hafa klárað þetta dæmi fyrir sig.
Grín hjá Prokhorov sem stendur ekki við stóru orðin að þessu sinni.
