Audi innkallar SQ5 Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 09:57 Audi SQ5 sportjeppinn. Audi hefur tilkynnt um innköllun á hinum öfluga sportjeppa SQ5 vegna galla í aflstýri bílsins. Innköllunin nær til 5.625 bíla af árgerðunum 2014 og 2015. Gallinn lýsir sér þannig að í kulda getur aflstýringin farið af og því getur ökumaður enn stýrt bílnum en stýrið þyngist til muna fyrir vikið. Það er skynjari í aflstýrinu sem er gallaður og getur valdið þessari bilun. Eigendum bílanna verður tilkynnt um innköllunina og eiga þeir að koma með þá til söluaðila þeirra og gert verður við gallann þeim að kostnaðarlausu. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent
Audi hefur tilkynnt um innköllun á hinum öfluga sportjeppa SQ5 vegna galla í aflstýri bílsins. Innköllunin nær til 5.625 bíla af árgerðunum 2014 og 2015. Gallinn lýsir sér þannig að í kulda getur aflstýringin farið af og því getur ökumaður enn stýrt bílnum en stýrið þyngist til muna fyrir vikið. Það er skynjari í aflstýrinu sem er gallaður og getur valdið þessari bilun. Eigendum bílanna verður tilkynnt um innköllunina og eiga þeir að koma með þá til söluaðila þeirra og gert verður við gallann þeim að kostnaðarlausu.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent