Erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur er búin að tryggja sér þátttökurétt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/afp Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira