Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2015 16:00 „Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
„Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01
Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57
Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42
Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00