Man. Utd slapp nokkuð vel er dregið var í umspilinu um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í morgun.
Man. Utd spilar við belgíska félagið Club Brugge og það væri mikill skellur fyrir United það klárar ekki þetta verkefni.
Kári Árnason og félagar í Malmö spila gegn skoska liðinu Celtic sem sló út Stjörnuna meðal annars á leið sinni í umspilið. Birkir Bjarnason og lið hans, Basel, spilar við Maccabi Tel-Aviv frá Ísrael.
Fyrri leikirnir eru spilaðir 18. og 19 ágúst og seinni leikirnir 25. og 26. ágúst.
Þessi lið mætast í umspilinu:
Astana (Kasakstan) - Apoel (Kýpur)
Skenderbeu (Albanía) - Dinamo (Króatía)
Celtic (Skotland) - Malmö (Svíþjóð)
Basel (Sviss) - Maccabi Tel-Aviv (Ísrael)
BATE (Hvíta-Rússland) - Partizan (Serbía)
Lazio (Ítalía) - Bayer Leverkusen (Þýskaland)
Man. Utd (England) - Club Brugge (Belgía)
Sporting (Portúgal) - CSKA Moskva (Rússland)
Rapid Wien (Austurríki) - Shaktar Donetsk (Úkraína)
Valencia (Spánn) - Monaco (Frakkland)
