Ættingjar reiðir vegna misvísandi upplýsinga um afdrif MH370 Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 12:50 Ættingi eins fórnarlambanna lýsti yfir reiði sinni á skrifstofu Malasyia Airlines í Peking í dag. Vísir/EPA Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06
Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59
Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24
Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent