Dinamo Zagreb komst áfram á ótrúlegan hátt | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. ágúst 2015 20:57 Úr leik Dinamo Zagreb og Molde. Vísir/Getty Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Stuðningsmenn Molde hljóta að velta fyrir sér hvernig það megi vera að félagið hafi ekki komist áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Molde sem lék manni færri í hálftíma lenti 0-3 undir um miðbik fyrri hálfleiksins en náði að jafna metin þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítaspyrnum af þremur. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Zagreb og fengu heimamenn í Molde sannkallaða draumabyrjun þegar dæmd var vítaspyrna á Dinamo Zagreb eftir átta mínútur. Ola Kamara brenndi hinsvegar af og stuttu síðar skoruðu gestirnir frá Króatíu þrjú mörk á fimm mínútum. Etzaz Hussain minnkaði muninn stuttu fyrir hálfleik en í lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik fékk Molde annað víti. Harmeet Singh tók vítaspyrnuna að þessu sinni en hann brenndi af og var staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik. Dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnuna á Dinamo Zagreb í upphafi seinni hálfleiks og loksins tókst leikmönnum Molde að nýta sér það þegar Mohamed Elyounoussi fór á vítapunktinn. Kamara bætti við þriðja marki Molde þegar korter var til leiksloka og jafnaði metin en tíu mínútum áður fékk Vegard Forren, miðvörður Molde, rautt spjald. Tíu leikmenn Molde reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lauk leiknum því með 3-3 jafntefli og fer Dinamo Zagreb áfram á útivallarmarkareglunni. Í Amsterdam vann Rapid Vín 3-2 sigur á Ajax og komst með því í næstu umferð en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Austurríki. Gestirnir frá Austurríki komust í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en Arkadiuzs Milik og Nemanja Gudelj jöfnuðu metin fyrir Ajax. Lasse Schaub bætti við örðu marki sínu fyrir Rapid Vín stuttu fyrir leikslok og gerði út um einvígið á sama tíma og hann tryggði sæti Rapid Vín í næstu umferð Þá vann Mitdjylland óvæntan sigur á kýpverska félaginu APOEL í Kýpur en eina mark leiksins kom á 3. mínútu og var þar að verki Erik Sviatchenko. Miðjumaður APOEL fékk beint rautt spjald á 29. mínútu leiksins en danska félaginu tókst ekki að bæta við öðru marki og féll því út á útivallarmarks reglunni. Að lokum vann Monaco öruggan sigur á Young Boys frá Sviss 4-0 í Mónakó en franska félagið gerði út um einvígið í fyrri leik liðanna.Úrslit kvöldsins: Molde 3-3 Dinamo Zagreb (4-4, Dinamo Zagreb áfram á útivallarmörkum) APOEL 0-1 Mitdjylland (2-2, APOEL áfram á útivallarmörkum) Ajax 2-3 Rapid Vín (4-5, Rapid Vín fer áfram) Monaco 4-0 Young Boys (7-1, Monaco fer áfram)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu