Skólavörðustígur kominn í regnbogalitina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2015 16:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og stjórn Hinsegin daga voru vopnuð málningu og málningarkústum í dag til þess að mála Skólavörðustíginn í regnbogalitunum. Markaði athöfnin upphaf Hinsegin daga sem ná hápunkti á laugardaginn nk. með Gleðigöngunni og Regnbogahátið við Arnarhól. „Þetta kemur ekkert smá vel út. Við erum mjög stolt af þessu“ sagði Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Gestum og gangandi var boðið að grípa í penslana og leggja sitt af mörkum en það tók smá tíma fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri að gerast. „Það byrjaði rólega en eftir að fólk áttaði sig á því hvað væri að gerast fór það að mála með okkur. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, mikið af börnum og allir að hjálpa til. Það voru margir sem mættu með pensla sjálfir og tóku til hendinni.“Reykjavík skartar litum regnbogans!Posted by Reykjavik Pride on Tuesday, 4 August 2015Mikið hefur verið rætt um fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur en þeir létu ekki sitt eftir liggja í því að mála Skólavörðustíginn. „Ferðamennirnir voru fyrst að spá í því hvað væri að gerast þarna, við fengum nokkrar spurningar en svo fóru þeir bara að taka þátt. “ Þétt dagskrá framundan Framundan er mikil og þétt dagskrá en um 30 viðburðir í tengsum við Hinsegin daga eru á dagskránni næstu daga. Skipulagning hefur gengið vel að sögn Evu Maríu en sjálfboðaliðarnir skipa mikilvægan sess. „Það er mikið um að vera. Mikill fjöldi sjálfboðaliði kemur að þessu enda gætum við annars ekki verið með svona fjölbreytta dagskrá. Þetta snýst mikið um grasrótina sem hefur verið að koma með hugmyndir til okkar. Það er gaman að geta hjálpað þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #Reykjavíkpride á Twitter: #reykjavikpride Tweets Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Tengdar fréttir Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30 Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og stjórn Hinsegin daga voru vopnuð málningu og málningarkústum í dag til þess að mála Skólavörðustíginn í regnbogalitunum. Markaði athöfnin upphaf Hinsegin daga sem ná hápunkti á laugardaginn nk. með Gleðigöngunni og Regnbogahátið við Arnarhól. „Þetta kemur ekkert smá vel út. Við erum mjög stolt af þessu“ sagði Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Gestum og gangandi var boðið að grípa í penslana og leggja sitt af mörkum en það tók smá tíma fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri að gerast. „Það byrjaði rólega en eftir að fólk áttaði sig á því hvað væri að gerast fór það að mála með okkur. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, mikið af börnum og allir að hjálpa til. Það voru margir sem mættu með pensla sjálfir og tóku til hendinni.“Reykjavík skartar litum regnbogans!Posted by Reykjavik Pride on Tuesday, 4 August 2015Mikið hefur verið rætt um fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur en þeir létu ekki sitt eftir liggja í því að mála Skólavörðustíginn. „Ferðamennirnir voru fyrst að spá í því hvað væri að gerast þarna, við fengum nokkrar spurningar en svo fóru þeir bara að taka þátt. “ Þétt dagskrá framundan Framundan er mikil og þétt dagskrá en um 30 viðburðir í tengsum við Hinsegin daga eru á dagskránni næstu daga. Skipulagning hefur gengið vel að sögn Evu Maríu en sjálfboðaliðarnir skipa mikilvægan sess. „Það er mikið um að vera. Mikill fjöldi sjálfboðaliði kemur að þessu enda gætum við annars ekki verið með svona fjölbreytta dagskrá. Þetta snýst mikið um grasrótina sem hefur verið að koma með hugmyndir til okkar. Það er gaman að geta hjálpað þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #Reykjavíkpride á Twitter: #reykjavikpride Tweets
Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Tengdar fréttir Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30 Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30
Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54