Skólavörðustígur kominn í regnbogalitina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2015 16:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og stjórn Hinsegin daga voru vopnuð málningu og málningarkústum í dag til þess að mála Skólavörðustíginn í regnbogalitunum. Markaði athöfnin upphaf Hinsegin daga sem ná hápunkti á laugardaginn nk. með Gleðigöngunni og Regnbogahátið við Arnarhól. „Þetta kemur ekkert smá vel út. Við erum mjög stolt af þessu“ sagði Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Gestum og gangandi var boðið að grípa í penslana og leggja sitt af mörkum en það tók smá tíma fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri að gerast. „Það byrjaði rólega en eftir að fólk áttaði sig á því hvað væri að gerast fór það að mála með okkur. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, mikið af börnum og allir að hjálpa til. Það voru margir sem mættu með pensla sjálfir og tóku til hendinni.“Reykjavík skartar litum regnbogans!Posted by Reykjavik Pride on Tuesday, 4 August 2015Mikið hefur verið rætt um fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur en þeir létu ekki sitt eftir liggja í því að mála Skólavörðustíginn. „Ferðamennirnir voru fyrst að spá í því hvað væri að gerast þarna, við fengum nokkrar spurningar en svo fóru þeir bara að taka þátt. “ Þétt dagskrá framundan Framundan er mikil og þétt dagskrá en um 30 viðburðir í tengsum við Hinsegin daga eru á dagskránni næstu daga. Skipulagning hefur gengið vel að sögn Evu Maríu en sjálfboðaliðarnir skipa mikilvægan sess. „Það er mikið um að vera. Mikill fjöldi sjálfboðaliði kemur að þessu enda gætum við annars ekki verið með svona fjölbreytta dagskrá. Þetta snýst mikið um grasrótina sem hefur verið að koma með hugmyndir til okkar. Það er gaman að geta hjálpað þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #Reykjavíkpride á Twitter: #reykjavikpride Tweets Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Tengdar fréttir Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30 Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og stjórn Hinsegin daga voru vopnuð málningu og málningarkústum í dag til þess að mála Skólavörðustíginn í regnbogalitunum. Markaði athöfnin upphaf Hinsegin daga sem ná hápunkti á laugardaginn nk. með Gleðigöngunni og Regnbogahátið við Arnarhól. „Þetta kemur ekkert smá vel út. Við erum mjög stolt af þessu“ sagði Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Gestum og gangandi var boðið að grípa í penslana og leggja sitt af mörkum en það tók smá tíma fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri að gerast. „Það byrjaði rólega en eftir að fólk áttaði sig á því hvað væri að gerast fór það að mála með okkur. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, mikið af börnum og allir að hjálpa til. Það voru margir sem mættu með pensla sjálfir og tóku til hendinni.“Reykjavík skartar litum regnbogans!Posted by Reykjavik Pride on Tuesday, 4 August 2015Mikið hefur verið rætt um fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur en þeir létu ekki sitt eftir liggja í því að mála Skólavörðustíginn. „Ferðamennirnir voru fyrst að spá í því hvað væri að gerast þarna, við fengum nokkrar spurningar en svo fóru þeir bara að taka þátt. “ Þétt dagskrá framundan Framundan er mikil og þétt dagskrá en um 30 viðburðir í tengsum við Hinsegin daga eru á dagskránni næstu daga. Skipulagning hefur gengið vel að sögn Evu Maríu en sjálfboðaliðarnir skipa mikilvægan sess. „Það er mikið um að vera. Mikill fjöldi sjálfboðaliði kemur að þessu enda gætum við annars ekki verið með svona fjölbreytta dagskrá. Þetta snýst mikið um grasrótina sem hefur verið að koma með hugmyndir til okkar. Það er gaman að geta hjálpað þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #Reykjavíkpride á Twitter: #reykjavikpride Tweets
Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Tengdar fréttir Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30 Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30
Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54