Skólavörðustígur kominn í regnbogalitina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2015 16:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og stjórn Hinsegin daga voru vopnuð málningu og málningarkústum í dag til þess að mála Skólavörðustíginn í regnbogalitunum. Markaði athöfnin upphaf Hinsegin daga sem ná hápunkti á laugardaginn nk. með Gleðigöngunni og Regnbogahátið við Arnarhól. „Þetta kemur ekkert smá vel út. Við erum mjög stolt af þessu“ sagði Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Gestum og gangandi var boðið að grípa í penslana og leggja sitt af mörkum en það tók smá tíma fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri að gerast. „Það byrjaði rólega en eftir að fólk áttaði sig á því hvað væri að gerast fór það að mála með okkur. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, mikið af börnum og allir að hjálpa til. Það voru margir sem mættu með pensla sjálfir og tóku til hendinni.“Reykjavík skartar litum regnbogans!Posted by Reykjavik Pride on Tuesday, 4 August 2015Mikið hefur verið rætt um fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur en þeir létu ekki sitt eftir liggja í því að mála Skólavörðustíginn. „Ferðamennirnir voru fyrst að spá í því hvað væri að gerast þarna, við fengum nokkrar spurningar en svo fóru þeir bara að taka þátt. “ Þétt dagskrá framundan Framundan er mikil og þétt dagskrá en um 30 viðburðir í tengsum við Hinsegin daga eru á dagskránni næstu daga. Skipulagning hefur gengið vel að sögn Evu Maríu en sjálfboðaliðarnir skipa mikilvægan sess. „Það er mikið um að vera. Mikill fjöldi sjálfboðaliði kemur að þessu enda gætum við annars ekki verið með svona fjölbreytta dagskrá. Þetta snýst mikið um grasrótina sem hefur verið að koma með hugmyndir til okkar. Það er gaman að geta hjálpað þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #Reykjavíkpride á Twitter: #reykjavikpride Tweets Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Tengdar fréttir Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30 Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og stjórn Hinsegin daga voru vopnuð málningu og málningarkústum í dag til þess að mála Skólavörðustíginn í regnbogalitunum. Markaði athöfnin upphaf Hinsegin daga sem ná hápunkti á laugardaginn nk. með Gleðigöngunni og Regnbogahátið við Arnarhól. „Þetta kemur ekkert smá vel út. Við erum mjög stolt af þessu“ sagði Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga. Gestum og gangandi var boðið að grípa í penslana og leggja sitt af mörkum en það tók smá tíma fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri að gerast. „Það byrjaði rólega en eftir að fólk áttaði sig á því hvað væri að gerast fór það að mála með okkur. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, mikið af börnum og allir að hjálpa til. Það voru margir sem mættu með pensla sjálfir og tóku til hendinni.“Reykjavík skartar litum regnbogans!Posted by Reykjavik Pride on Tuesday, 4 August 2015Mikið hefur verið rætt um fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur en þeir létu ekki sitt eftir liggja í því að mála Skólavörðustíginn. „Ferðamennirnir voru fyrst að spá í því hvað væri að gerast þarna, við fengum nokkrar spurningar en svo fóru þeir bara að taka þátt. “ Þétt dagskrá framundan Framundan er mikil og þétt dagskrá en um 30 viðburðir í tengsum við Hinsegin daga eru á dagskránni næstu daga. Skipulagning hefur gengið vel að sögn Evu Maríu en sjálfboðaliðarnir skipa mikilvægan sess. „Það er mikið um að vera. Mikill fjöldi sjálfboðaliði kemur að þessu enda gætum við annars ekki verið með svona fjölbreytta dagskrá. Þetta snýst mikið um grasrótina sem hefur verið að koma með hugmyndir til okkar. Það er gaman að geta hjálpað þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“Hér fyrir neðan má sjá nýjustu færslur sem eru merktar #Reykjavíkpride á Twitter: #reykjavikpride Tweets
Ferðamennska á Íslandi Hinsegin Tengdar fréttir Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30 Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Hátíðin hefst í dag en eftir að hafa verið tekin til endurskoðunar fer hún fram með breyttum hætti. 4. ágúst 2015 08:30
Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í dag Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík í dag. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. 4. ágúst 2015 09:54