Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 23:31 „Það er enginn selur sem kominn er til vits og ára sem myndi reyna þetta, enda of stór, en svona spennufíklar þeir reyna ýmislegt,“ sagði Hilmar Össurarson dýrahirðir í samtali við fréttastofu um selkópinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt og fannst á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Komið hefur í ljós að kópurinn nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. Í myndbandinu hér að ofan er ferð kópsins rakin, hvernig hann hélt rakleiðis að tjörninni í Grasagarðinum og þaðan upp með læknum þangað til að hann endaði á tjaldsvæðinu að lokum. Þegar hann náðist að lokum var honum hent upp í lögreglubíl „eins og hverjum öðrum fanga“ að sögn ferðamannsins sem náði myndskeiði af handtökunni í morgun. Selurinn er nú í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni vegna málsins en hann mun einungis dvelja í Húsdýragarðinum í sumar. Með haustinu mun urtan móðir hans stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og „önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum,“ að sögn Hilmars dýrahirðis. Því er eðlilegt að spyrja sig hvort selkópurinn víðförli hafi ekki einfaldlega verið að reyna að bjarga lífi sínu. Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
„Það er enginn selur sem kominn er til vits og ára sem myndi reyna þetta, enda of stór, en svona spennufíklar þeir reyna ýmislegt,“ sagði Hilmar Össurarson dýrahirðir í samtali við fréttastofu um selkópinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt og fannst á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Komið hefur í ljós að kópurinn nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. Í myndbandinu hér að ofan er ferð kópsins rakin, hvernig hann hélt rakleiðis að tjörninni í Grasagarðinum og þaðan upp með læknum þangað til að hann endaði á tjaldsvæðinu að lokum. Þegar hann náðist að lokum var honum hent upp í lögreglubíl „eins og hverjum öðrum fanga“ að sögn ferðamannsins sem náði myndskeiði af handtökunni í morgun. Selurinn er nú í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni vegna málsins en hann mun einungis dvelja í Húsdýragarðinum í sumar. Með haustinu mun urtan móðir hans stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og „önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum,“ að sögn Hilmars dýrahirðis. Því er eðlilegt að spyrja sig hvort selkópurinn víðförli hafi ekki einfaldlega verið að reyna að bjarga lífi sínu.
Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13