Sagan af Blackberry stjórnarmaðurinn skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira